Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Námskeið og fyrirlestrar á vorönn

RSSfréttir
12. mars 2019

Betri svefn - grunnstoð heilsu

21. mars 2019 kl. 12:00-13:00
Dr. Erla Björnsdóttir fjallar um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu, fara yfir algeng svefnvandamál og gefa góð ráð sem stuðla að bættum nætursvefni. Sérstök áhersla verður á svefn hjá vaktavinnufólki.

Nánari upplýsingar og skráning

Hugleiðslunámskeið

04. og 11. apríl 2019 kl. 20:00-21:15
Markmið námskeiðsins er að kenna grunnatriði hugleiðslu. Kenndar verðar öndunarhugleiðslur og hugleiðslur með möntrum. Hugleiðsla eykur einbeitingu og stuðlar m.a. að vellíðan, innra jafnvægi og ró.

Skráning

Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustað

10. apríl 2019 kl. 17:00
Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, heldur erindi um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustað.
Að erindi loknu mun vinnuhópur sem skipaður var vegna aðgerðaráætlunar Fíh varðandi #me too stýra umræðum.

Skráning

Sár og sárameðferð - Akureyri

11. og 12. apríl kl. kl. 8:00-16:00 báða dagana
Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði sárgræðslu svo sem lífeðlisfræði sárgræðslu og þá þætti sem helst hafa áhrif sárgræðsluferlið. Fjallað verður um mat á sárum og staðbundna meðferð svo sem hreinsun sára og val á umbúðum. Farið verður yfir virkni og eiginleika mismunandi umbúða. Sár af ýmsum toga verða til umfjöllunar en sérstaklega verður fjallað um greiningu, mat og meðferð mismunandi fótasára og um forvarnir og meðferð þrýstingssára.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Áhugahvetjandi samtal

6. og 7. maí 2019
Grunnnámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga á vegum Fíh, Dr. Helgu Sifjar Friðjónsdóttur og Héðins Svarfdal Björnssonar, MA hjá Áhugahvöt sf.
Áhugahvetjandi samtal (e. Motivational Interviewing) er notað bæði með fullorðnum og unglingum sem gætu verið í þörf fyrir breytingar á lífsstíl eða hegðun. Sumir hafa hugsanlega ekki komið auga á þörf fyrir breytingar eða eru alfarið á móti þeim, á meðan aðrir hafa íhugað breytingar en eru á báðum áttum. Samtalsstílinn sem hér er um að ræða miðar að því að virkja vilja skjólstæðings til jákvæðra breytinga á lífsstíl og hegðun. Starfsmenn efla færni sína í að mæta skjólstæðingi þar sem hann er staddur, laða fram og ýta undir hugsanir og tillögur hans sjálfs um jákvæðar breytingar. Aðferðin byggist á skilningi starfsmannsins á ferli samtalsins og vilja til samvinnu.

Nánari upplýsingar og skráning

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála