Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Mættust með börnin á vaktaskiptum

RSSfréttir
18. október 2019

Á tímabili hittust Geirný Ómarsdóttir og Inuk Jóhannesson eingöngu á vaktaskiptum með strákana sína tvo og kvöddust í dyrunum þegar þau unnu bæði vaktavinnu á smitsjúkdómadeild A7. Þau segja lífið vera töluvert auðveldara eftir að Geirný fór í dagvinnu og getur því fjölskyldan verið saman á kvöldin.

Geirný og Inuk hafa verið í sambúð í 5 ár og eiga saman synina Benedikt, sem er 5 ára, og Dag 4 ára. Geirný, sem er 33 ára, útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 2010 frá HÍ. Eftir útskrift hóf hún að vinna á smitsjúkdómadeildinni og vann þar allt til ársins 2018. Þar lærði ég flest sem ég kann enda sjúklingahópurinn þar gríðarlega fjölbreyttur og þú færð mjög fjölbreytta og góða reynslu,“ segir hún, en það ár lauk hún diplómanámi í stjórnun frá HÍ. Hún varð þá aðstoðardeildarstjóri á göngudeild lyflækninga og tók svo við deildarstjórastarfi í apríl 2019. Vinnan þar er mjög frábrugðin að sögn hennar og vandamálin allt önnur - „krefjandi en skemmtileg.“

Hjúkrunarnám í Hollandi frábrugðið

Inuk, sem er 37 ára, útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Hollandi árið 2005. Hann hefur unnið á A7 nánast samfellt frá 2009 og segist ekki getað hugsað sér nú að vinna annars staðar. Að sögn hans er námið í Hollandi sambærilegt og hér á landi en kerfið öðruvísi uppbyggt. Í náminu er boðið upp á tvær brautir. Sú fyrri byggist á bóklegu námi með verknámi eins og tíðkast hér, en sú seinni byggir meira á verklegu námi og felst í að nemar ráða sig á spítala og eru á launum meðan á náminu stendur. Námsgjald og bækur er kostað af spítalanum og neminn vinnur þar í fjögur ár á mismunandi deildum innan spítalans. Á þriggja mánaða fresti fer er tveggja vikna lota í skólanum. Nemarnir fá ákveðin verkefni sem þeir þurfa að klára og láta kvitta fyrir en tveir hjúkrunarfræðingar á deild eru með hvern nema og fylgja honum alveg eftir segir Inuk. Þannig verða þeir betur undirbúnir að starfa sem hjúkrunarfræðingar eftir útskrift, sem og að átta sig fyrr hvort þetta nám henti eða ekki. Að sögn Inuk þurfa nemar að skuldbinda sig í tvö ár eftir útskrift hjá viðkomandi spítala. „Fyrir mig persónulega var þetta mjög hentug leið, bæði fékk maður meira starfsreynslu og maður sat ekki uppi með skuldir. Svo fékk spítalinn starfsfólk til sín sem var búið að skuldbinda sig í smá tíma og þekkti vinnuumhverfið nokkuð vel", segir hann og bætir við að allir græði á þessu fyrirkomulagi.

Fjölbreytnin klárlega það skemmtilegasta við starfið

Áður en Inuk hóf nám í hjúkrunarfræði langaði hann að verða hermaður í hollenska hernum en eftir að hann horfði upp á afleiðingar þess á félaga sína eftir Afganistan þá hætti hann við og leiddi hugann að öðru. Þar sem bæði amma hans, mamma og systir hans eru allar hjúkrunarfræðingar hafði hann ágæta innsýn í starfið. „Ég tók svo áhugasviðspróf og þar skoraði ég hátt með að vilja hjálpa og sinna fólki.“ Í kjölfarið skoðaði hann uppbyggingu námsins og leist vel á. Næsta skref var að ráða sig á spítala og hann segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. Geirný tekur undir það en hugur hennar stefndi á að læra eitthvað sem tengdist mannlegum samskiptum. Í framhaldsskóla réð hún sig á hjúkrunarheimili og ákvað í kjölfarið að leggja fyrir sig hjúkrun. Hún segir fjölbreytnina vera klárlega það skemmtilegasta við starfið. Þar af leiðandi ættu allir að geta fundið sér starf við hæfi og eftir áhugasviði, enda margt í boði. „Mér finnst krefjandi spítalaumhverfið mjög heillandi og finn ég að þar langar mig að vera eins og staðan er núna,“ segir Geirný.

„Svo finnst mér ég vinna með besta starfsfólki í heimi, allir ólíkir karakterar en við erum eins og fjölskylda. Við eyðum miklum tíma saman og göngum í gegnum súrt og sætt en allir eru til staðar fyrir hvorn annan,“ segir Inuk.
Fjölbreytnin á einnig vel við Inuk, auk þess hve aðstæður í vinnunni geta verið krefjandi. „Ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir annað,“ segir hann. „Ég held að ég vinni vel þegar það er mikið álag og pressa og ég hef gaman af því, en þó allt í hófi því annars brennur maður út. Svo hentar vaktavinna mér vel þar sem ég er mikill næturhrafn, eða svokölluð B manneskja.“ Hann segir nálauppsetningar vera eitt það skemmtilegasta við vinnuna; „þetta er eitthvað sem ég hef alltaf haft rosa gaman af og verð aldrei leiður af. Svo finnst mér ég vinna með besta starfsfólki í heimi, allir ólíkir karakterar en við erum eins og fjölskylda. Við eyðum miklum tíma saman og göngum í gegnum súrt og sætt en allir eru til staðar fyrir hvorn annan,“ segir Inuk.

Ferðast um landið á tjaldvagni

Geirný og Inuk festu kaup á tjaldvagni í sumar og hafa farið í fjölda útilega það sem af er ári en þau hafa bæði mikinn áhuga á útivist. Inuk er mikill veiðimaður en yfir sumarið fer hann í flugu- og stangveiði en á haustin og veturna tekur skotveiðin við, og svo dundar hann sér við að hnýta flugur fyrir næsta stangveiðitímabil. Þá á hann gamlan og breyttan 38“ Toyota Hilux sem hentar vel í veiðiferðirnar. „Þannig að það er alltaf nóg að gera og mér finnst oft vanta fleiri klukkutíma í sólarhringnum,“ segir Inuk. Geirný segist aftur á móti vera komin með hlaupabakteríuna og hefur stundað hlaup á annað ár.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála