Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Haustfundur fagsviðs Fíh og formanna fag- og landsvæðadeilda

RSSfréttir
7. nóvember 2019

Þann 31. október síðast liðinn var haustfundur fagsviðs Fíh með formönnum fag- og landsvæðadeilda. Formenn fag- og landsvæðadeilda hitta sviðsstjóra fagsviðs tvisvar sinnum á ári þar sem farið er yfir málefni hjúkrunar. 

Á fundinum á fimmtudaginn byrjuðu formennirnir að undirbúa næsta ár sem Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO) hefur ákveðið að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Margar góðar hugmyndir komu fram á fundinum fyrir árið 2020 sem verður unnið áfram með á næstunni og ég hlakka til að segja nánar frá, en það er nú þegar ljóst að næsta ár verður viðburðarríkt hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. 

Takk kærlega fyrir skemmtilegan fund kæru formenn fag-og landsvæðadeilda. 

 

Kær kveðja 

Edda Dröfn Daníelsdóttir 

Sviðsstjóri fagsviðs Fíh

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála