Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fíh lýsir yfir áhyggjum og vonbrigðum með stöðu kjaramála hjá hjúkrunarfræðingum á Sjúkrahúsinu á Akureyri

RSSfréttir
29. nóvember 2019
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum með þá stöðu sem upp er komin á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) er varðar kjaramál hjúkrunarfræðinga.

Samkvæmt upplýsingum Fíh er launasetning hjúkrunarfræðinga á SAk lakari en á öðrum heilbrigðisstofnunum. Slík staða gerir stofnuninni erfitt að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa og eins að halda í þá sem eru í starfi. Samkvæmt bréfi framkvæmdastjórnar SAk til hjúkrunarfræðinga í júní stóð til að hækka laun hjúkrunarfræðinga um 2,5% til þess að jafna kjör þeirra við aðrar heilbrigðisstofnanir. Hins vegar tilkynnti forstjóri SAk hjúkrunarfræðingum í vikunni að ekki væri til fjármagn hækka laun hjúkrunarfræðinga.

Kjarasamningaviðræður eru í gangi og miðar þeim hægt. Ljóst er að taka þarf tillit til lakari launasetningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri við gerð nýs kjarasamnings fyrir hjúkrunarfræðinga.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála