Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Samningaviðræður og baráttufundur

RSSfréttir
31. janúar 2020

Staða samningaviðræðna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) er óbreytt. Ekki hafa verið haldnir formlegir samningafundir undanfarnar tvær vikur þar sem enn er beðið niðurstöðu vinnuhópa. Staðan verður því metin aftur um miðja næstu viku.

Fíh vill þakka hjúkrunarfræðingum fyrir góða mætingu á fjölmennan baráttufund Fíh, BHM og BSRB sem haldinn var í Háskólabíói í gær. Hátt í þúsund manns tóku þátt í fundinum og streymt var til sjö staða á landsbyggðinni.

Ræðu Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Fíh má lesa HÉR.

Auk Guðbjargar ávörpuðu fundinn Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB, Laufey E. Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands fyrir hönd BHM, Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands og Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis. Tónlistaratriðin voru í höndum Reykjavíkurdætra og Jónasar Sig og ritvélanna.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála