Hjukrun.is-print-version

Átt þú orlof sem er að fyrnast?

RSSfréttir
6. febrúar 2020

Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. Með starfi sínu á orlofsárinu ávinnur starfsmaður sér rétt til orlofs og orlofslauna á næsta orlofsári. Taka skal orlof fyrir lok orlofsársins, þ.e. fyrir 30. apríl ár hvert, þó er við sérstakar aðstæður hægt að fresta töku orlofs um eitt ár. Ljúka þarf töku hins frestaða orlofs fyrir lok næsta orlofstökuárs annars fellur það niður og fyrnist. Áunnið og gjaldfallið orlof getur því mest verið tvöfalt

Óskir um sumarorlof eiga að liggja fyrir 1. apríl og ákvörðun um töku orlofs þarf að tilkynna starfsmanni a.m.k. mánuði áður en hann fer í orlof. Yfirmaður ákveður í samráði við starfsmenn hvenær orlof skuli veitt. Tímabil sumarorlofs er frá 1. maí til 15. september. Starfsmaður á rétt á að fá 160 vinnuskyldustunda orlof sitt á sumarorlofstímabilinu og allt að fullu orlofi á sama tíma, verði því við komið vegna starfa stofnunarinnar. Sé orlof eða hluti orlofs tekið eftir að sumarorlofstímabili lýkur, skal sá hluti orlofsins lengjast um fjórðung. Sama gildir um orlof sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil samkvæmt beiðni stofnunar.

Starfsmaður á rétt til þess að taka sér sumarfrí óháð því hvort viðkomandi eigi rétt til orlofslauna.

Starfsmenn í veikindum og hlutaveikindum geta ekki tekið orlof meðan á þeim stendur og gilda þar aðrar reglur um frestun á orlofi. Veikindi í orlofi skal tilkynna yfirmanna án tafar þar sem tími í veikindum telst ekki til orlofs. Nánar má lesa um orlofslög hér: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1987030.html

Greitt er orlofsfé af álagi og yfirvinnu og lagt inn á bankareikning. Það er greitt út í maí ár hvert.

Orlofsuppbót er greidd út 1. júní ár hvert. Hjúkrunarfræðingar, sem eru í starfi til 30. apríl næst á undan, eiga að fá orlofsuppbót. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála