Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Réttindi hjúkrunarfræðinga sem þurfa að fara í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar

RSSfréttir
3. mars 2020

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) vill vekja athygli á réttindum starfsmanna sem settir eru í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu: Sýkt af völdum COVID-19 veirunnar eða séu hugsanlegir smitberar hennar.

Starfsmaður í þessum aðstæðum er að mati Fíh óvinnufær vegna sjúkdóms eða á í hættu á að verða óvinnufær vegna hans. Þau forföll eru greiðsluskyld skv. ákvæðum kjarasamninga og laga. Þó telur Fíh að ef starfsmaður fari í sóttkví að eigin frumkvæði er um að ræða orlof eða launalausa fjarveru. Slíka fjarveru þarf þó að tilkynna með formlegum hætti til yfirmanns

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur sent leiðbeiningar til stjórnenda ríkisstofnana vegna COVID-19 veirunnar. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið undir þær leiðbeiningar og beint þeim til sveitarfélaga.

Í leiðbeiningunum kemur fram að:

  • Fari starfsmaður í sóttkví skv. fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda eða stofnunar greiðast meðaltalslaun skv. gr. 12.2.6 í kjarasamningi, en fjarvistir teljast ekki veikindi og þ.a.l. ekki veikindadagar.
  • Ef starfsmaður er veikur hvort heldur um er að ræða COVID-19 eða annað er sem fyrr greitt samkvæmt almennum ákvæðum veikindakafla kjarasamninga og veikindadagar telja.
  • Veikist einstaklingur á meðan sóttkví stendur breytist skráning úr meðaltalslaunum í laun í veikindum.
  • Ef fólk fer í sóttkví að eigin frumkvæði er um að ræða orlof eða launalausa fjarveru.
  • Starfsfólk í sóttkví er hvatt til að vinna að heiman (þegar við á) enda ekki um veikindi að ræða.

Lesa leiðbeiningar fjármálaráðuneytis
Lesa leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Nánari upplýsingar um COVID-19 má finna á upplýsingavefnum covid.is og á vef Landlæknis.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála