Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Orlofshús Fíh á tímum COVID-19 sýkingar

RSSfréttir
18. mars 2020

Fíh vill beina til félagsmanna sem nýta sér bústaði eða íbúðir orlofssjóðs að gæta sérstaklega vel að þrifum þeirra. Mikilvægt er að þrífa vel alla fleti og yfirborð með sápu eða hreinlætisefnum og spritta svo fletina í kjölfarið.

Einnig vill Fíh biðja þá sem finna til COVID -19 sýkingar einkenna svo sem hita, hósta, bein- vöðvaverkja eða þreytu að fara ekki í bústaði eða íbúðir orlofssjóðs, heldur að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 540-6400 og fá gjaldið endurgreitt. Rétt er að benda á það að vegna aðstæðna endurgreiðir orlofssjóður félagsmönnum að fullu, kjósi félagsmaður að hætta við dvöl í orlofseign vegna COVID-19 faraldursins.

Athygli sjóðfélaga er vakin á því að það er með öllu óheimilt að nota orlofshús og íbúðir Fíh sem stað til að vera í sóttkví. Samkvæmt leiðbeiningum frá Landlækni til almennings varðandi sóttkví, skal einstaklingur í sóttkví halda sig heima við og má ekki fara út af heimili sínu nema brýna nauðsyn beri til. Þá er einnig óheimilt með öllu að nota orlofshúsin fyrir einangrun.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála