Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

,,Við semjum ekki við þá sem við teljum ómissandi“

RSSfréttir
2. apríl 2020

Þann 31.mars 2020 var heilt ár síðan kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra rann út. Sá samningur var Gerðardómur sem úrskurðað var um árið 2015 eftir um tíu daga verkfall hjúkrunarfræðinga. Á þessu ári sem liðið er hefur félagið átt hátt í 30 fundi með Samninganefnd ríkisins, þar af fimm undir stjórn Ríkissáttasemjara. Í viðræðunum hafa náðst einhverjir áfangar, en hins vegar er staðan sú að það tilboð sem Samninganefnd ríkisins hefur lagt fyrir hjúkrunarfræðinga er varðar laun hjúkrunarfræðinga til ársins 2023 er með öllu óásættanlegt.

Ljóst er að hækka þarf laun hjúkrunarfræðinga á samningstímanum til þess að halda þeim í starfi og að launasetning þeirra sé til samræmis við ábyrgð og mikilvægi innan íslensk heilbrigðiskerfis. Ýmsar skýrslur hafa verið gerðar varðandi skort á hjúkrunarfræðingum til starfa undanfarin ár. Heilbrigðisráðherra hefur auk þess sent bréf til stofnana þar sem óskað var eftir tillögum um hvernig bregðast mætti við skorti á hjúkrunarfræðingum og stofnað tvo starfshópa vegna vandans. Heilbrigðisstofnanir hafa auk þess tekið til ýmissa ráða undanfarin ár til að bregðast við vandanum með því greiða hjúkrunarfræðingum viðbótarlaun, bæði til þess að fá hjúkrunarfræðinga til starfa en eins til þess að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Dæmi um stofnanir sem gert hafa þetta eru Landspítali og Heilbrigðistofnun Suðurnesja. Boðað hefur verið að þessar greiðslur falli niður við gildistöku nýs kjarasamnings þar sem þær eru óbættar til stofnana á fjárlögum. Óbreytt samningstilboð til hjúkrunarfræðinga mun því leiða til launalækkunar fyrir hóp hjúkrunarfræðinga vegna þessa og áfram verður töluverður launamunur hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ólíkum stofnunum hjá ríkinu.

Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum?
Hugsa þarf til framtíðar þegar kemur að kjaramálum hjúkrunarfræðinga. Fíh hefur lagt fjölmargar lausnir á borðið sem ekki hafi hlotið hljómgrunn hjá viðsemjendum. Fáar raunhæfar tillögur hafi komið fram frá Samninganefnd ríkisins um varanlega lausn á þessum vanda. Að mati Fíh er nóg komið af skýrslum og greiningum og verkin þurfa að tala. Rök á bak við tilboð um bætt launakjör eru lítil sem engin auk þess hefur ekki verið orðið við óskum um upplýsingar, stefnu eða hvernig á að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum og því hefur ekki verið svarað. Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum?

Hvernig verður staðan í íslensku heilbrigðiskerfi án hjúkrunarfræðinga? Eru skilaboð stjórnvalda til hjúkrunarfræðinga; „Það er ekki hægt að semja við ykkur en á sama tíma eruð þið ómissandi?“

Greinin var birt í Morgunblaðinu 2. apríl 2020

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála