Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Reynslusögur hjúkrunarfræðinga á tímum COVID-19

RSSfréttir
Árdís Rut Ámundadóttir, hjúkrunarfræðingur. Ljósmynd:Þorkell Þorkelsson.
3. apríl 2020

Fjöldi hjúkrunarfræðinga stendur í framlínunni á þessum fordæmalausu tímum. Álagið er meira en aldrei fyrr og hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir breyttu starfsumhverfi. Þá hefur fjöldi hjúkrunarfræðinga boðið fram krafta sína í bakvarðasveitir heilbrigðisþjónustunnar og velferðarsviðs. Í ljósi þessa auglýsir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga eftir sögum frá daglegum störfum hjúkrunarfræðingum á tímum COVID-19. Hvaða breytingar hafa orðið á starfinu, hverjar eru helstu áskoranirnar og hvernig gengur að takast á við breytt starfsumhverfi. 


Við vonumst til að hjúkrunarfræðingar taki þátt í þessu verkefni til að kynna enn betur fjölbreytt störf hjúkrunarfræðinga. Við höfum útbúið spurningaramma til hliðsjónar en áhugasamir sendi svör og myndefni á netfangið covid19@hjukrun.is ásamt upplýsingum um nafn og starfsheiti. Svörin verða yfirfarin og birt á samfélagsmiðlum félagsins, sem og í Tímariti hjúkrunarfræðinga.

Spurningarammi:

Hver eru helstu verkefni þín í dag?
Hverjar eru helstu áskoranir í starfinu?
Hvaða breytingar hafa orðið á starfi þínu?
Telurðu að hjúkrun muni breytast til frambúðar?
Hvað gengur þér best að takast á við?
Hvaða lærdóm telurðu að við lærum af ferlinu?
Hvað er þér efst í huga?

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála