Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Skrifað undir kjarasamning við ríkið 10.apríl

RSSfréttir
10. apríl 2020

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins skrifuðu undir kjarasamning um eftirmiðdaginn 10. apríl 2020.  Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 - 31.mars 2023.

Samninganefnd Fíh telur nýjan samning fela í sér ýmis tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa innan íslensks heilbrigðiskerfis.  Samningurinn felur í sér breytingar á launakjörum hjúkrunarfræðinga, tímamótabreytingar á vinnutíma hjúkrunarfræðinga í dagvinnu- og vaktavinnu auk breytinga á sí- og endurmenntun og orlofi svo eitthvað sé nefnt.   

Nánari upplýsingar og kynningar til hjúkrunarfræðinga um samninginn munu eiga sér stað í næstu viku og mun fyrirkomulagið verða kynnt strax eftir páska. 

Kosningu um samninginn þarf svo að vera lokið fyrir 30. apríl kl. 16:00.

Gleðilega páska

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála