Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefur um breytingar á vinnutíma: möguleiki á að reikna út áhrif kerfisbreytinga á laun og starfskjör

RSSfréttir
17. apríl 2020

Ný kynningarsíða um breytingar á vinnutíma hjá dag- og vaktavinnufólki sem taka gildi árið 2021 er nú orðin aðgengileg á betrivinnutimi.is. Á þessum vef er farið yfir mögulegar útfærslur á styttingu vinnutíma dagvinnufólks sem verða útfærðar á hverri stofnun fyrir sig og þær breytingar sem verða á vinnufyrirkomulagi vaktavinnufólks. Auk þess geta hjúkrunarfræðingar séð í sérstökum vaktareikni hvaða áhrif breytingarnar hafa á laun, starfskjör og vinnutíma. Vaktareiknirinn býður jafnframt upp á að bera saman núverandi vinnufyrirkomulag í núverandi launatöflu, við nýtt og breytt vinnufyrirkomulag í nýrri launatöflu þegar kerfisbreytingin tekur gildi.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill hvetja hjúkrunarfræðinga til þess að kynna sér vel efni vefsíðunnar, prófa vaktareikninn og fá þannig hugmyndir um virði kerfisbreytingarinnar fyrir hvern og einn hjúkrunarfræðing. 
 
Markmið styttingar vinnutímans er að bæta lífskjör og auðvelda samræmi á milli vinnu og einkalífs. Styttingin hefur einnig það að markmiði að bæta vinnustaðamenningu og auka skilvirkni og þjónustu. Hún byggir á gagnkvæmum sveigjanleika og getur þannig stuðlað að bættum lífskjörum.

Útfærslan á styttingu vinnutíma verður með ólíkum hætti eftir því hvort fólk vinnur í hefðbundinni dagvinnu eða vaktavinnu.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála