Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

15 staðreyndir um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
22. apríl 2020

Í ljósi umræðna undanfarna daga um nýundirritaðan samning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við ríkið er nauðsynlegt að árétta helstu atriði hans við hjúkrunarfræðinga til að draga úr frekari misskilningi og rangfærslum.
Fíh hvetur hjúkrunarfræðinga til að kynna sér vel allt kynningarefnið inn á Mínum síðum og hlusta á kynningarfund áður en kosið er, þannig að ákvörðun hvers og eins sé vel upplýst og byggð á staðreyndum.

15 staðreyndir um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga

 1. Samningurinn er afturvirkur frá 1. apríl 2019.
 2.  Launahækkanir eru skv. lífskjarasamningi sem ákvarðaður var í samningum á almennum markaði 2019 þar sem áhersla var á hækkun lægstu launa.
 3. Lágmarkslaun eru tryggð: 467 þúsund 2020, 482 þúsund 2021 og 500 þúsund 2022.
 4. Meðaltals launahækkun er 89 þúsund og er á bilinu 12,5%-17,2%.
 5. Ný launatafla 1. maí 2021 er með auknum möguleikum. Útreikningur á nýjum launaflokki: tala gamla launaflokks er tvöfölduð og dreginn einn launaflokkur frá Dæmi: 8-6 verður 15-6.
 6. Stofnanasamningar verða endurskoðaðir fyrir 1. maí 2021 með tryggðu fjármagni sem Fíh hefur yfirráð yfir, enginn lækkar í launum. Áhersla er á samræmi innan og milli stofnana. Horft er til þeirra sem ekki hafa notið viðbótarlauna. Möguleiki er á frekari launahækkunum.
 7. Breyting á yfirvinnu, verður tvískipt, 0,9385% og 1,0385% í stað 0,95% áður.
 8. Virði kaffitímagreiðslna hjá dagvinnumönnum á vöktum er tryggt með eingreiðslu eða hækkun á launasetningu skv. stofnanasamningi en einnig horft til dagvinnumanna sem ekki hafa slíkar greiðslur.
 9. Tímamóta stytting vinnuviku. Gildir fyrir alla opinbera starfsmenn, ekki bara hjúkrunarfræðinga. Stytting gefur möguleika á hærri launum, sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum í hlutastarfi. Hjúkrunarfræðingar í fullu starfi njóta hærra meðaltímakaups vegna óbreyttra launa fyrir minni vinnu.
 10. Vinnutími dagvinnufólks styttist í allt að 36 stundir (lágmark 13 mín á dag ef það er val um að halda umráði yfir kaffihléum óbreyttu).
 11. Vinnutími vaktavinnumanna styttist í 36 klst. að lágmarki. Stytting er allt að 32 klst. vegna vægi vakta (80% starf fyrir 100% laun).   Umbreyting verðmæta gefur möguleika á hærra næturvaktarálagi, vaktahvata allt að 12,5% sem tekur mið að flækjustigi vakta. 
 12. Réttur er til sí- og endurmenntunar 10 dagar á ári en var áður heimild. Áfram er heimilt að veita lengri námsleyfi.
 13. Heimilt verður að hætta á næturvöktum 55 ára.
 14. Allir hjúkrunarfræðingar fá 30 daga orlof.
 15. Starfsmenntunarsjóður er styrktur með fjármagni úr vísindasjóði, hærri styrkir verða því til náms, námskeiða og ráðstefna.

Samninganefnd Fíh hafði heildarhagsmuni hjúkrunarfræðinga að leiðarljósi þegar skrifað var undir nýjan kjarasamning. Þegar heildarmynd er skoðuð er ágóði hjúkrunarfræðinga mikill. Kerfisbreytingunni fylgir yfirgripsmikið kynningarefni sem nauðsynlegt er að kynna sér vel.
Taktu upplýsta afstöðu og kjóstu um nýjan kjarasamning 22. apríl – 29. apríl.

 

Kynningarefni um nýjan kjarasamning

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála