Hjukrun.is-print-version

Niðurstöður könnunar Fíh um viðhorf hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu

RSSfréttir
15. maí 2020
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar hjúkrunarfræðingum fyrir þátttökuna í könnun á viðhorfum hjúkrunarfræðinga til kjarasamnings við ríkið.

Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Fíh dagana 7. - 10. maí og voru alls 1894 sem svöruðu könnuninni eða um 66% þeirra sem fengu hana senda og starfa hjá ríkinu.

Niðurstöður könnunarinnar gefa samninganefndinni mikilvægar upplýsingar um ýmis atriði sem tengjast samningnum sem var felldur í atkvæðagreiðslu í lok apríl 2020 og eins hvaða áherslur á að leggja þegar kemur að því að semja um nýjan kjarasamning við Samninganefnd ríkisins.

Helstu niðurstöður könnunarinnar má finna hér.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála