Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Hjúkrunarráð lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
10. júní 2020

Hjúkrunarráð hvetur stjórnvöld til að ganga frá samningum áður en til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur. Hjúkrunarfræðingar eru lykilaðilar í allri þjónustu við sjúklinga og ljóst er að sú þjónusta mun skerðast verulega ef til verkfalls kemur. Velferð þjóðarinnar er í húfi.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tileinkað árið 2020 hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum og hvetur þjóðir heimsins til að fjárfesta betur í hjúkrun því sýnt hefur verið fram á að slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka.
Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í 15 mánuði og hafa þrátt fyrir það staðið vaktina í heimsfaraldri og gert það með mikilli sæmd. Langvarandi samningsleysi og yfirvofandi verkfall hefur alvarleg áhrif á þjónustu sem er á viðkvæmum stað að jafna sig eftir faraldur.

Fyrir hönd stjórnar hjúkrunarráðs,
Marta Jónsdóttir formaður
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála