Hjukrun.is-print-version

Staða samningaviðræðna við ríkið 16. júní 2020

RSSfréttir
16. júní 2020
Samninganefnd Fíh og samninganefnd ríkisins funduðu í gær í kjaradeildu félagsins og ríkisins. Fundurinn var tíðindalítill og ber enn mikið á milli aðila varðandi launalið nýs kjarasamnings. Áfram verður fundað í deilunni og er næsti fundur fyrirhugaður fimmtudaginn 18. júní kl. 10.

Verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu hefst þann 22. júní kl. 8:00 ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma. Verkfallið mun ná til rúmlega 2.600 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu.

Fíh hvetur hjúkrunarfræðinga til þess að fylgjast vel með fréttum á vefsvæðinu www.hjukrun.is þar sem meðal annars má finna helstu spurningar og svör varðandi réttindi hjúkrunarfræðinga ef til verkfalls kemur.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála