18.
júní 2020
Ágætu hjúkrunarfræðingar.
Stjórn og samninganefnd Fíh boða til tveggja funda hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkisstofnunum á Grand hótel fimmtudaginn 18. júní 2020.
Fyrir hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni verða fundirnir í streymi. Nánari upplýsingar varðandi streymi og tengla er að finna á Mínum síðum.
Fundur 1: kl. 14.00-15.30
Fundur 2: kl. 16.30-18.00
Dagskrá beggja funda er sú sama:
- Staða kjaraviðræðna
- Verkfall
Þar sem í gildi eru fjöldatakmarkanir samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar:
Ekki fleiri en 500 hjúkrunarfræðingar mega sækja á fundinum og því verður talið inn á fundina.
Sökum þessa er mikilvægt að skrá sig til þátttöku (Mæti/Going) Facebook viðburði fundanna: