Hjukrun.is-print-version

Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu, verkfalli afstýrt

RSSfréttir
21. júní 2020

Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og fjármála- og efnhagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Verkfalli sem hefjast átti 22. júní er því afstýrt og miðlunartillagan fer til kynningar og atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra.

Samninganefnd Fíh boðar til tveggja kynningafunda á miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkisstofnunum. Fundirnir verða haldnir á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi,

Mánudaginn 22. júní 2020. kl. 17:00
Þriðjudaginn 23. júní 2020 kl. 17:00

Þar sem í gildi eru fjöldatakmarkanir samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar: Ekki fleiri en 500 hjúkrunarfræðingar mega sækja hvorn fund fyrir sig og því verður talið inn á fundina.
Sökum þessa er mikilvægt að skrá sig til þátttöku (Mæti/Going) á Facebook viðburði fundanna.

Fundunum verður einnig streymt og verða nánari upplýsingar um streymi að finna á mínum síðum á vefsvæði Fíh.

Fréttatilkynning frá  ríkissáttasemjara

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála