Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Yfirlýsing frá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh)

RSSfréttir
9. júlí 2020

Stjórn Fíh harmar það að lækna- og hjúkrunarráð LSH og SAk hafi verið lögð niður, líkt og gert var með lagabreytingu sem samþykkt var á Alþingi nú fyrir stuttu.

Stjórn Fíh hefur áhyggjur af því að lagabreytingin sé ekki nægilega vel ígrunduð og muni hafa áhrif á gæði þjónustu til sjúklinga. Hjúkrunarráð hefur verið forstjóra og framkvæmdastjórn LSH og SAk til ráðgjafar um fagleg málefni er varða hjúkrun, átt frumkvæði að og verið vettvangur umræðna um þróun hjúkrunar, jafnt innan stofnana sem og utan.

Þá óskar stjórn Fíh eftir því að heilbrigðisráðherra hafi samráð við hjúkrunarfræðinga við breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og koma að öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og ráðgjöf þeirra er lykilatriði í faglegri stjórnun.

Fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, 

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála