Hjukrun.is-print-version

Unnið að lögfræðiáliti um gerðardóm. Vinna er hafin við endurskoðun stofnanasamninga

RSSfréttir
8. september 2020

Eins og fram kom í yfirlýsingu stjórnar Fíh þann 2. september sl. er niðurstaða gerðardóms mikil vonbrigði. Strax var farið í að óska eftir lögfræðiáliti á niðurstöðu gerðardóms. Lögfræðingur Fíh vinnur nú að álitinu og er von á því nú í vikunni. Niðurstaðan verða kynnt hjúkrunarfræðingum eftir að stjórn hefur fjallað um málið.

Kjara- og réttindasvið Fíh hefur hafið vinnu við endurskoðun á stofnanasamningum til samræmis við niðurstöðu gerðardóms. Fíh telur mikilvægt að vinna við endurskoðun á stofnanasamningum gangi hratt og örugglega þótt einnig sé verið að leita eftir lögfræðiáliti. Fundað hefur verið tvisvar með Landspítala um endurskoðun og er næsti fundur miðvikudaginn 9. september. Fyrirhugaðir eru fundir í þessari og næstu viku með öðrum heilbrigðisstofnunum.

Verið er að skipuleggja fundi með trúnaðarmönnum síðar í september. Einnig verður fundað með hjúkrunarfræðingum þegar vinna við gerð stofnanasamninga við heilbrigðisstofnanir verður lengra á veg komin.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála