Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Styrkir til framhaldsnáms og rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræðum

RSSfréttir
11. september 2020

Umsóknarfrestur til að sækja um í Rannsókna- og vísindasjóð hjúkrunarfræðinga og minningarsjóði er til 1. október 2020.

Rannsókna- og vísindasjóður hjúkrunarfræðinga

Sjóðurinn var stofnaður 12. maí 1987 af Maríu Finnsdóttur, fræðslustjóra Hjúkrunarfélags Íslands. Tilgangur sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga til rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræðum hér á landi. Styrkveiting miðast við stuðning á öllum stigum rannsókna. Ekki er veitt úr sjóðnum í tengslum við nám. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Umsóknum, ásamt fylgiskjölum, skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði á netfangið rannsoknaogvisindasjodur@hjukrun.is 
Nánari upplýsingar

Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar

Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar framkvæmdastjóra var stofnaður í mars 1951 af ættingjum hans og bekkjarsystkinum, en Hans Adolf lést í janúar 1951. 
Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi.
Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Umsóknum skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði á netfangið hansadolf@hjukrun.is 
Nánari upplýsingar

Minningarsjóður Kristínar Thoroddsen

Kristín Ólína Thoroddsen, f. 29. apríl 1894, d. 28. febrúar 1961, var forstöðukona Landspítalans og Hjúkrunarkvennaskóla Íslands frá stofnun hans árið 1949. Fyrrum nemendur skólans og aðrir hjúkrunarfræðingar gengust fyrir stofnun þessa minningarsjóðs við andlát Kristínar í þakklætis og virðingarskyni fyrir brautryðjendastörf hennar. Tilgangur sjóðsins er að veita verðlaun hjúkrunarfræðingum sem skarað hafa fram úr í námi og sýnt sérstaka hæfileika til hjúkrunarstarfa. 
Sjóðurinn veitir einnig styrki til framhaldsnáms í hjúkrun. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Umsóknum skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði á netfangið kristinthoroddsen@hjukrun.is 
Nánari upplýsingar 


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála