Hjukrun.is-print-version

Endurskoðaður stofnanasamningur milli Fíh og Landspítala undirritaður 11. september

RSSfréttir
14. september 2020

Endurskoðaður stofnanasamningur milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítala um forsendur röðunar starfa var undirritaður 11. september 2020. Hann byggir á úrskurði gerðardóms frá 1. september 2020 annars vegar og kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hins vegar.

Kynningarfundir um helstu atriði stofnanasamnings verða haldnir:

  • Ráðstefnusalir 2 og 3, Hótel Natura, þriðjudaginn 15. september kl. 20.00-21.30.

    Fjöldatakmörkun á fundinn er 200 manns, skv. takmörkum á samkomum vegna farsóttar.

  • Hringsalur, Landspítala við Hringbraut, miðvikudaginn 16. september kl. 13.00-14.30.

Stofnanasamningurinn verður aðgengilegur á vef félagsins eftir fyrri kynningarfundinn þann 15. september. 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála