Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Alþjóðlegur dagur tileinkaður öryggi sjúklinga

RSSfréttir
17. september 2020

Í dag er alþjóðlegur dagur sem er tileinkaður öryggi sjúklinga- Patient Safety Day. Af því tilefni kemur út skýrsla frá Alþjóðaráði hjúkrunarráði (ICN) um stöðu hjúkrunarfræðinga á tímum COVID-19.

Ríflega 1.000 hjúkrunarfræðingar frá 44 löndum hafa látist af völdum covid-19 faraldursins að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu frá Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga (ICN). Áætla má að um 30 milljónir manna hafi smitast af vírusnum. Þar sem hlutfall heilbrigðisstarfsmanna er um 10% á heimsvísu má áætla að þrjár milljónir heilbrigðisstarfsmanna hafi smitast.

Niðurstöður skýrslunnar benda til að stjórnvöldum hafi ekki tekist að vernda hjúkrunarfræðinga og aðrar heilbrigðisstéttir í faraldrinum að mati Howard Cattons, forstjóra ICN. Með því að setja hjúkrunarfræðinga í hættu eru yfirvöld að ógna lífi og öryggi sjúklinga.

#WorldPatientSafetyDay

Skýrsluna má lesa hér:  Protecting nurses from COVID-19 a top priority: A survey of ICN’s national nursing associations


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála