Hjukrun.is-print-version

Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga samþykktur

RSSfréttir
30. október 2020
Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamninga Fíh við Samband íslenskra sveitarfélaga fór fram dagana 28. október kl. 10:00 til 30. október kl. 15:00. Á kjörskrá voru 102, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Alls tóku 54 þátt í kosningunum eða 52,94%.

Niðurstaðan var eftirfarandi:
Já sögðu 51 eða   94,44%  
Nei sögðu 2 eða  3,70% 
 Ég tek ekki afstöðu sögðu 1 eða  1,85% 


Kjarasamningur undirritaður þann 23. október 2020 hefur því verið samþykktur af atkvæðabærum félagsmönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hefur því gildi milli aðila.

Formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið tilkynnt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála