Hjukrun.is-print-version

Breytt yfirvinnuprósenta hjá ríki

RSSfréttir
13. nóvember 2020
Í miðlunartillögu ríkissáttasemjara var kveðið á um breytingu á hlutfalli yfirvinnu hjá hjúkrunarfræðingum hjá ríkinu. Frá 1. október 2020 átti yfirvinnuprósenta að breytast úr 0,95% af mánaðarlaunum í tvískipta yfirvinnu. Yfirvinna 1 verði 0,9385% af mánaðarlaunum. Yfirvinna 2 greiðist fyrir vinnu umfram 40 stundir á viku (173,33 stundir miðað við meðalmánuð). Tímakaup yfirvinnu 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum.

Í launaútborgun 1. nóvember urðu þau mistök að hjúkrunarfræðingum var greidd yfirvinna samkvæmt eldra ákvæði eða 0,95% af mánaðarlaunum og hefur Fíh borist afsökunarbeiðni frá ríkinu vegna þessara mistaka.

Breytingu á tvískiptingu yfirvinnu hefur verið frestað til áramóta hjá öðrum stéttum. Fjármálaráðuneyti og Fíh hafa því komist að samkomulagi um að eftirfarandi gildi fyrir hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu frá 1. október 2020:
‐ Yfirvinnuprósenta hækkar úr 0,95% í 1,0385% af mánaðarlaunum og gildir sú breyting til 31. desember 2020.
‐ Tvískipting yfirvinnu frestast til áramóta.

Leiðrétting vegna mistaka sem urðu við greiðslu yfirvinnu þann 1. október verður greidd með launagreiðslu 1. desember 2020.

Fyrirspurnir um þessa breytingu má senda í tölvupósti til Fíh á kjarasvid@hjukrun.is 
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála