Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Rafræn fræðsla á mínum síðum

RSSfréttir
18. nóvember 2020

Á tímum COVID-19 býður Fíh félagsmönnum sínum upp á fræðslu á rafrænu formi á Mínum síðum.

 

Í blíðu og stríðu með okkur sjálfum

Hugvekja um mikilvægi þess að standa með okkur sjálfum sama hvað á dynur. Hvaða skilaboð sendum við til okkar sjálfra ef illa gengur? Hvaða viðhorfsgleraugu er okkur tamast að nota og hvernig getum við ræktað ný og jákvæðari gildi þegar við þurfum virkilega á að halda? Farið verður yfir leiðir til að finna hvað drífur okkur áfram og eru í takt við okkar persónulegu gildi.

Símenntun sem verkfæri í persónulegum og faglegum vexti

Það er gott að staldra við í dagsins önn og hugleiða hvar við erum stödd og hvert viljum við stefna. Þessi fyrirlestur er hugvekja um mikilvægi þess að efla stöðu okkar á atvinnumarkaðnum með markmiðasetningu og símenntun. Hvort sem við erum í starfi eða að leita að starfi geta markmið og frekari menntun eða fræðsla gefið okkur vind í seglin til meiri árangurs í starfi og atvinnuleit. Á tímum sem þessum geta falist tækifæri til vaxtar ef við sýnum seiglu og úthald til að ná settum markmiðum.
Fyrirlesturinn er opinn félagsmönnum til 15. desember 2020.

Fjórir helstu samskiptastílarnir - hver virkar best?

Við eigum stöðugt í samskiptum við annað fólk – heima, í vinnunni og í frítímanum. En hver er okkar dæmigerði samskiptastíll? Er hann „árásargjarn“, „passífur“, „passífur og árásargjarn“ eða „einlægur og lausnamiðaður“? Eða kannski blanda af öllum þessum? Hver og einn samskiptastíll er kynntur myndrænt og fjallað er um helstu einkenni hvers og eins, kosti og galla. Sérstök áhersla er á fyrirmyndar samskiptastílinn, þau tækifæri sem hann felur í sér og leiðir til að efla hann enn frekar í daglegum samskiptum okkar.
Fyrirlesturinn er opinn félagsmönnum til 31. desember 2020.

Leiðbeinandi beggja fyrirlestranna er Rakel Heiðmarsdóttir hjá Birki ráðgjöf. Rakel er með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology) frá University of Texas at Austin frá árinu 2002. Hún hefur starfað við mannauðs- og stjórnunarráðgjöf, markþjálfun og mannauðsstjórnun frá útskrift. Rakel var meðal annars mannauðsstjóri hjá Norðuráli til ríflega sex ára og hjá Bláa Lóninu í fjögur ár. Að auki hefur Rakel haldið fjölda námskeiða um samskipti, stjórnun og fleira. Hún er jafnframt stundakennari í MBA námi við Háskólann í Reykjavík.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála