Hjukrun.is-print-version

Breyttur orlofskafli - Hverju þarf að huga að?

RSSfréttir
25. nóvember 2020

Þrjár staðreyndir um breyttan orlofskafla - Hverju þarf að huga að:

i) Ávinnsla orlofs
Frá 1. maí 2020 ávinna allir hjúkrunarfræðingar sér 30 daga sumarorlof. Hjúkrunarfræðingar eiga einnig rétt á að taka út að lágmarki 15 daga samfellda og alls 30 daga orlof á sumarorlofstímabili sem er 1. maí -15. september.
Orlof ávinnst á tímabilinu 1. maí – 30 apríl og er það einsfyrir alla. Ávinnslan er 20 klst. á mánuði eða 30 dagar á ári miðað við fullt starf (100% starfhlutfall).

ii) Lenging orlofs
Nýr orlofskafli tók gildi um leið og miðlunartillaga ríkissáttasemjara í júní 2020. Hann er í takt við gildandi orlofslög.
Breytingarnar eiga að vera til þess fallnar að stuðla að tækifærum fólks til að taka orlof á orlofsárinu og rétt til þess að taka fullt orlof á orlofstíma. Því miður er ekki algengt að hægt sé að verða við því í störfum hjúkrunarfræðinga. Það orlof sem tekið er fyrir utan orlofstíma á því áfram að vera með lengingu líkt og tiltekið er í orlofslögum og miðlægum kjarasamningum en framvegis þarf að liggja fyrir skrifleg beiðni. Ef að það stóð ekki til boða að taka lengra orlof á orlofstímanum og það liggur skýrt fyrir þá á að orlofið sem tekið er í vetur að vera með lengingu.
4.5.2 Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%.
Þessu þarf að fylgjast með þar sem það er yfirmaður sem tekur afstöðu til lengingar orlofs hverju sinni. Ef það er að eigin ósk að taka orlof utan orlofstíma þá kemur ekki lenging á orlofið en ef að það var ekki hægt að veita fullt orlof eða 30 daga á sumarorlofstímanum 1. maí til 15. september, þá á að vera lenging á orlofinu.

iii) Frestun og fyrning orlofs úr miðlunartillögu:
4.6 Frestun orlofs

4.6.1 Flutningur orlofs milli ára er óheimill, sbr. þó grein 4.6.2 og 4.6.3.
4.6.2 Ef starfsmaður tekur ekki orlof eða hluta af orlofi, að skriflegri beiðni yfirmanns, getur orlofið geymst til næsta orlofsárs, enda hafi starfsmaður ekki lokið orlofstöku á orlofsárinu. Sama gildir um starfsmann í fæðingarorlofi. Í slíkum tilvikum getur uppsafnað orlof þó aldrei orðið meira en 60 dagar. Nýti starfsmaður ekki hina uppsöfnuðu orlofsdaga fyrnast þeir. Upplýsingar um stöðu þegar áunnins og ótekins orlofs skulu vera starfsmönnum aðgengilegar í tímaskráningarkerfi stofnunar.
4.6.3 Veikist starfsmaður í orlofi, telst sá tími sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfsmaður með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofs. Tilkynna skal yfirmanni án tafar með sannanlegum hætti ef um veikindi eða slys í orlofi er að ræða. Í slíkum tilvikum er heimilt að flytja ótekið orlof til næsta árs.
4.6.4 Komi starfsmaður úr öðru starfi án þess að hafa þar notið áunnins orlofs, þá á hann rétt á launalausu orlofi þar til 30 daga orlofi er náð.
4.6.5 Hafi starfsmaður sem átti gjaldfallið orlof þann 1. maí 2020, allt að 60 dagar, ekki nýtt þá daga fyrir 30. apríl 2023, falla þeir dagar niður sem eftir standa.

Miðlunartillaga 

Það orlof sem er verið að ávinna núna verður því óheimilt að flytja á milli orlofsára nema með skriflegri beiðni yfirmanns. Þannig að töku orlofs sem losnaði 1. maí sl. skal lokið fyrir 30. apríl 2021 nema fyrir því liggi skrifleg beiðni um flutning á milli ára. Hins vegar á gjaldfallið orlof sem kom til fyrir 1. maí 2020 ekki að fyrnast fyrr en í lok samningstímans 2023 líkt og því sem áður hefur verið.

Hér er ágætis samantekt um um orlof

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála