Á tímum COVID-19 býður Fíh félagsmönnum sínum upp á fræðslu á rafrænu formi á Mínum síðum.
Gleði og þrautseigja á krefjandi tímum
Anna Steinsen fjallar um mikilvægi þess að tapa ekki gleðinni, hlúa að sér og halda ótrauð áfram.
Anna Steinsen er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Síðastliðin 16 ár hefur Anna sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. Þar á undan starfaði Anna í félagsmiðstöð sem tómstundaleiðbeinandi. Í dag stundar Anna mastersnám í samskiptum og forvörnum hjá HÍ. Anna er gift og á fjögur börn og hund.