Hjukrun.is-print-version

Kjarasamningur milli Fíh og SFV samþykktur

RSSfréttir
11. desember2020
Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamninga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) fór fram dagana 8. desember kl. 10:00 til 11. desember kl. 12:00. Á kjörskrá voru 312, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Alls tóku 163 þátt í kosningunum eða 52,24%.

Niðurstaðan var eftirfarandi:
Já sögðu 135 eða 82,82%
Nei sögðu 25 eða 15,34%
Ég tek ekki afstöðu sögðu 3 eða 1,84%

Kjarasamningur undirritaður þann 2. desember 2020 hefur því verið samþykktur af atkvæðabærum félagsmönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hefur því gildi milli aðila.

Formanni samninganefndar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónstu hefur verið tilkynnt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála