Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Helgun og velferð

RSSfréttir
21. desember2020
Á tímum COVID-19 býður Fíh félagsmönnum sínum upp á fræðslu á rafrænu formi á Mínum síðum. 

Helgun og velferð

Starfsánægja og helgun í starfi eru mikilvægir mælikvarðar - ekki bara á framlegð okkar í vinnu, heldur einnig hamingju okkar og heilsu, en þó aðeins ef við setjum inn í formúluna velferð þ.e. að við hugum að andlegri og líkamlegri heilsu. Helgun í starfi gerir okkur öflug og árangursdrifin. Við nýtum ástríðuna til að ná árangri. Við nýtum styrkleika okkar vel en mörkin geta verið óljós og án þess að átta okkur á því, þá getum við jafnvel keyrt okkur áfram – kröftugar en við ráðum í raun við til lengri tíma litið. Það er stutt á milli velgengni í starfi og kulnunar. Þessi fína lína er oft vandséð og því mikilvægt að „gæta að sér”. Þeir sem eru „all inn” í langan tíma án hlés og gæta ekki að því að sinna eigin vellíðan, geta verið að sigla hraðbyri í kulnun / örmögnun. Lærum að skilgreina og breyta áherslunum svo við séum ávallt vel hlaðin orku til að takast á við nútímann og kröfur hans.

Ragnheiður Aradóttir er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði. Ragnheiður er markþjálfi með 15 ára reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur þjálfað yfir 7.000 manns innan fjölda fyrirtækja hérlendis og í stórfyrirtækjum erlendis. Ásamt eiginmanni sínum rekur hún jafnframt viðburðafyrirtækið PROevents og saman búa þau til öfluga viðburði fyrir fyrirtæki svo sem starfsdaga, stefnumótun og hópefli með það að markmiði að ná fram jákvæðum umbreytingum.

 
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála