Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Betri svefn- grunnstoð heilsu

RSSfréttir
13. janúar 2021

Á tímum COVID-19 býður Fíh félagsmönnum sínum upp á fræðslu á rafrænu formi á Mínum síðum.

Betri svefn- grunnstoð heilsu 

Í fyrirlestrinum fjallar Dr. Erla Björnsdóttir um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu, fer yfir algeng svefnvandamál og gefur góð ráð sem stuðla að bættum nætursvefni. Sérstök áhersla er lögð á svefn hjá vaktavinnufólki. Fyrirlesturinn er opinn félagsmönnum til 28. febrúar 2021.

Erla Björnsdóttir lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn.

Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi.

Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla hefur einnig umsjón með þar sem boðið er uppá hugræna atferlismeðferð við svefnleysi í gegnum internetið.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála