Hjukrun.is-print-version

Guðbjörg Pálsdóttir sjálfkjörinn formaður Fíh

RSSfréttir
3. febrúar 2021
Frá Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga:

Guðbjörg Pálsdóttir núverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er sjálfkjörin formaður næsta kjörtímabil 2021-2025. Formannskjöri verður lýst á aðalfundi Fíh 12. maí 2021.

Samkvæmt lögum félagsins skal kjörtímabil formanns vera fjögur ár og skal formaður vera í fullu starfi hjá félaginu. Framboðsfrestur til formanns kjörtímabilið 2021-2025 rann út 1. febrúar síðastliðinn. Eitt framboð barst kjörnefnd, frá Guðbjörgu Pálsdóttur núverandi formanni félagsins og er hún því sjálfkjörin.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála