Hjukrun.is-print-version

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að öflugum liðsmönnum

RSSfréttir
8. febrúar 2021

Sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að talnaglöggum og þrautseigum einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða verkefni kjara- og réttindasviðs. Sviðið fæst m.a. við ráðgjöf og rannsóknir á sviði kjaramála auk kjarasamningsgerðar við stofnanir sem hjúkrunarfræðingar starfa við. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á kjaramálum, búa yfir ríkri þjónustulund og hafa góða þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og opinberri stjórnsýslu.

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Þjónusta við félagsmenn
 • Greining og úrvinnsla tölulegra gagna
 • Kjararannsóknir
 • Stýrir gerð kjara- og stofnanasamninga
 • Vinna innan samstarfsnefnda
 • Frétta-, greina-, og skýrsluskrif, kynningarmál og fræðsla
  Þátttaka í öðrum verkefnum félagsins

Menntun, reynsla og hæfni

 • Háskólamenntun sem nýtist vel í starfi
 • Farsæl reynsla af kjarasamningagerð nauðsynleg
 • Mikil færni í tölfræðigreiningu og gagnavinnslu
 • Þekking og áhugi á samningatækni æskileg
 • Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni
 • Leiðtogahæfileikar
 • Áhugi á og færni í teymisvinnu
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

 

Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að ráða ritstjóra í fullt starf. Í boði er fjölbreytt, áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir m.a. á fagmennsku, samskiptahæfni og öguð vinnubrögð. Leitað er eftir áhugasömum, frjóum og hæfum einstaklingi sem tekur frumkvæði að þróun Tímarits hjúkrunarfræðinga og annarri útgáfu á vegum félagsins.

Helstu verkefni

Ritstjórn og ábyrgð á faglegu og félagslegu efni tímaritsins auk reksturs þess, greinaskrif og önnur útgáfu- og kynningarmál á vegum félagsins.

Menntun, reynsla og hæfni

 • Háskólamenntun og farsæl starfsreynsla
 • Reynsla af útgáfu tímarits og ritstjórn æskileg
 • Mjög gott vald á íslensku og færni í textaskrifum
 • Góð enskukunnátta og kunnátta í einu Norðurlandamáli
 • Góð tölvukunnátta
 • Metnaður og frumkvæði
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni
 • Kunnátta og reynsla af nýtingu samfélagsmiðla

Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2021. Umsóknum skal skila rafrænt ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á formadur@hjukrun.is. Um er að ræða 100% starf sem fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gegnum netfangið gudbjorg@hjukrun.is.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þjónar rúmlega 4.500 félagsmönnum út um allt land. Hjá okkur starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk m.a. að vinna að árangursríkri og öruggri heilbrigðisþjónustu með eflingu hjúkrunar, hagsmunagæslu á sviði kjara- og réttindamála hjúkrunarfræðinga ásamt því að vinna að aukinni þátttöku þeirra í þróun og stefnumótun á hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu. Gildi félagsins eru ábyrgð, áræðni og árangur og tekur ráðning mið af þeim. Nánari upplýsingar um félagið má finna á vefsíðu þess www.hjukrun.is.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála