8.
febrúar 2021
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður félagsmönnun aðgengi í heilt ár að yfir 30 tölvunámskeiðum, þeim að kostnaðarlausu. Þar á meðal eru námskeið í Outlook, Word, Excel, Teams o.fl. Námsefnið er aðgengilegt á vefnum Taekninam.is, og getur nemandi spilað efnið á sínum hraða og á þeim tíma sem honum hentar. Allt námsefnið er á íslensku.
Nánari upplýsingar um skráningu er að finna á Mínum síðum undir flipanum Rafræn fræðsla.