Hjukrun.is-print-version

Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum

RSSfréttir
22. febrúar 2021

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboðum í stjórn félagsins, ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga, orlofssjóð, styrktarsjóð og kjörnefnd fyrir kjörtímabilið 2021-2023. Einnig er auglýst eftir skoðunarmönnum fyrir kjörtímabilið 2021-2022:

1. Stjórn félagsins: 3 stjórnarmenn og 1 varamaður
2. Ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga: 4 aðalmenn
3. Orlofssjóður: 5 aðalmenn
4. Styrktarsjóður: 3 aðalmenn og 2 varamenn
5. Kjörnefnd: 3 aðalmenn og 1 varamaður
6. Skoðunarmenn: 2 skoðunarmenn

Samkvæmt lögum félagsins er kosið til tveggja ára í senn, nema í tilfelli skoðunarmanna, þar er kosið til eins árs í senn. Hámarksseta í nefndum og stjórn er fjögur tímabil samfellt.

Félagsmenn með fulla aðild eru kjörgengir í stjórn, sjóði, nefndir og ráð á vegum félagsins ef lög þessi eða landslög kveða ekki á um aðra skipan.
Félagsmenn með fag aðild og lífeyris aðild eru kjörgengir í nefndir og ráð á vegum félagsins ef lög þessi eða landslög kveða ekki á um aðra skipan

Kosning fer fram á aðalfundi félagsins 12. maí 2021. Framboðsfrestur er til 12. apríl 2021.

Framboð tilkynnist til kjörnefndar í netfangið kjornefnd@hjukrun.is  

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála