Hjukrun.is-print-version

Fimm ný orlofshúsnæði í ár

RSSfréttir
10. mars 2021

Sjóðfélögum orlofssjóðs gefst kostur á að velja um 25 mismunandi orlofshúsnæði í ár, þeirra á meðal eru fimm ný á Norðurlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi:

 

Vestfirðir Þingholtshús á Tálknafirði og Ketilseyri í Dýrafirði, til útleigu í sumar. 
Norðurland    
Hrímland 12 í Hálöndum, til útleigu frá 1. apríl.
Hlíðarvegur 20 (Gagginn) á Siglufirði, til útleigu frá 8. apríl.

Suðurland  
Bjallarvegur 11, Ytri-Rangárvallarsýslu, til útleigu frá 11. mars. Á Bjallarvegi er hjólastólaaðgengi og heimilt að hafa gæludýr.

 

Orlofsblaðið hefur komið út rafrænt undanfarin 2 ár en nú hefur verið látið af útgáfu blaðsins, þar sem allar helstu upplýsingar um orlofshúsnæði er að finna á orlofsvef. Eins verður ekki af úthlutunarhapprdætti þetta árið.

Punktastýrð forgangsopnun fyrir bókanir sumarið 2021 hefst 22. mars, en opnun fyrir bókanir á orlofstímabilinu er háð punktainneign sjóðfélaga.Forgangsopnun er þríþætt:
22. mars kl. 10:00: Sjóðfélagar sem eiga 112 punkta og fleiri geta bókað og greitt. 
25. mars kl. 10:00: Sjóðfélagar sem eiga 82 punkta og fleiri geta bókað og greitt.
29. mars kl. 10:00: Sjóðfélagar sem eiga fleiri en 15 punkta geta bókað og greitt.
Hver sjóðfélagi getur að hámarki bókað eina viku á orlofstímabilinu júní til ágústloka.

Sérstök athygli er vakin á flakkarahúsnæðum, en þau eru á Breiðdalsvík og Furulundi á Akureyri, auk íbúða í Reykjavík. Flakkarahúsnæði eru þau orlofshúsnæði sem hægt er að leigja í stakar nætur að sumarlagi og hægt er að bóka 1-7 nætur í senn.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála