Hjukrun.is-print-version

Breyting á félagsgjöldum félagsmanna

RSSfréttir
3. júní 2021

Frá 1. júní 2021 verða félagsgjöld reiknuð af heildarlaunum í stað dagvinnulauna. Þá verða félagsgjöld 0,9% samtals af heildarlaunum í stað 1,35% af dagvinnulaunum áður.

Ákvörðun þessi var samþykkt á aðalfundi Fíh þann 26. maí sl., í samræmi við tillögu stjórnar félagsins.


Fram til þessa hafa félagsgjöld Fíh verið 1,2% af dagvinnulaunum og 0,15% af dagvinnulaunum hafa verið greidd með félagsgjöldum í vinnudeilusjóð. Nú verða félagsgjöld lækkuð í 0,85% af heildarlaunum og framlög í vinnudeilusjóð lækkuð í 0,05% af heildarlaunum. Samtals nemur því greiðsla félagsmanna 0,9% af heildarlaunum. 


Við þessa breytingu lækka félagsgjöldin að meðaltali um 9%. Breytingin er gerð til að taka betur mið af launum félagsmanna, en um 30% af launum starfandi félagsmanna koma til af álagsgreiðslum öðrum en dagvinnulaunum. Breytingin leiðir því til meira jafnræðis meðal félagsmanna Fíh. Við breytinguna munu þó félagsgjöld ákveðinna hópa hækka, sér í lagi þeirra sem hafa unnið tímavinnu. 

Áfram verður þak á heildarfélagsgjöldum félagsmanna, þar sem hver og einn félagsmaður greiðir að hámarki 130.000 krónur í félagsgjöld á ári.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála