Hjukrun.is-print-version

Sameiginlegur stofnanasamningur heilbrigðisstofnana

RSSfréttir
25. júní 2021

Lokið hefur verið við gerð stofnanasamninga við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og þeir kynntir á fundum með stofnunum. Stofnanasamningana má finna á vefnum hjukrun.is.

Undanfarna mánuði hafa heilbrigðisstofnanir Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja unnið að því markmiði að sameina stofnanasamninga. Sú vinna hófst í kjölfar úrskurðar gerðardóms og var horft til greinargerðar gerðardóms, þar sem m.a. segir:

„Ríkið skal leggja heilbrigðisstofnunum sem hafa almenna hjúkrunarfræðinga í þjónustu sinni til aukna fjármuni sem skal ráðstafað til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga á grundvelli stofnanasamnings alls 1.100 miljónir króna á ársgrundvelli frá 1. september 2020. Í þessari fjárhæð felst heildarviðbótarframlag til stofnana að meðtöldum launatengdum gjöldum.

,,Í endurnýjuðum stofnanasamningum sem gera skal á hverri stofnun fyrir lok árs 2020 skulu aðilar semja um hvernig fjármunum þeim sem stofnun eru lagðir til samkvæmt úrskurði þessum verði ráðstafað"

Markmiðin sem sett voru með sameiginlegum stofnanasamningi má sjá í bókun 1 hvers samnings:

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Vinnan var yfirgripsmikil þar sem stofnanasamningarnir voru um margt ólíkir í grunninn. Gerðardómur tók gildi 1. september 2021 og því var greidd eingreiðsla með fjármagninu fyrir 1. september 2020 - 31. desember 2020 við launaútborgun um áramót.

Nýr stofnanasamningur gildir frá 1. janúar 2021 og gildir ný launaröðun frá og með gildistöku samningsins. Laun eru því uppreiknuð aftur til áramóta.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála