Hjukrun.is-print-version

Hvert á ég að leita ef ég tel mig ekki fá rétt laun eftir kerfisbreytingu?

RSSfréttir
29. júní 2021

Ef hjúkrunarfræðingur telur sig ekki fá rétta útborgun launa eftir kerfisbreytingu vegna betri vinnutíma vaktavinnumanna eiga þeir að leita til síns stjórnanda. Þarfnist stjórnandi frekari útskýringa til að geta svarað starfsmanni leitar hann til launafulltrúa eða lykilaðila um betri vinnutíma á sínum vinnustað.

Fái hjúkrunarfræðingur ekki fullnægjandi svör hjá stjórnanda, er hægt að senda erindi til skoðunar, ásamt gögnum, á netfangið kjarasvid@hjukrun.is . Þarfnist mál nánari skoðunar er áfram unnið með það eftir ferli einstakra mála og skoðast afturvirkt.

Athugið að skrifstofa félagsins er lokuð 12. júlí – 3. ágúst. Erindum sem berast á þeim tíma verður svarað eftir 3. ágúst.

 

Upplýsingar um breyttan launaseðil

Betri vinnutími á vefnum hjukrun.is

betrivinnutimi.is

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála