Hjukrun.is-print-version

Könnun meðal hjúkrunarfræðinga um fjölgun karlmanna í hjúkrun

RSSfréttir
2. nóvember 2021

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur fram viðhorfskönnun meðal félagsmanna um karlmenn í hjúkrun.

Þeir hjúkrunarfræðingar sem þegið hafa laun árið 2021 fá könnunina senda til sín rafrænt í tölvupósti frá Maskínu frá netfanginu rannsoknir@maskina.is. Félagið hvetur alla hjúkrunarfræðinga sem fá hana senda til að taka þátt og svara henni. Það skiptir mjög miklu máli að þátttaka verði góð til að niðurstöður nýtist hjúkrunarfræðingum sem allra best.

Maskína fer eftir ítrustu kröfum um meðferð á persónuupplýsingum og svör eru á engan hátt rekjanleg til einstaklinga.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála