Hjukrun.is-print-version

Vantar langtímastefnu

RSSfréttir
10. nóvember 2021

„Það vant­ar lang­tíma­stefnu til að snúa þess­ari þróun varðandi skort á hjúkr­un­ar­fræðing­um við. Næsta rík­is­stjórn þarf að taka á því,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir í viðtali við mbl.is í dag.

„Við höf­um bent á vönt­un á hjúkr­un­ar­fræðing­um í ára­tugi,“ sagði Guðbjörg Páls­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga (Fíh).
Skrifaðar hafa verið marg­ar skýrsl­ur um skort á hjúkr­un­ar­fræðing­um. Þannig gaf FÍH út skýrslu árið 2017 um vinnu­markað hjúkr­un­ar­fræðinga. Þar kom meðal ann­ars fram að lengi hafi skort hjúkr­un­ar­fræðinga hér á landi. Rík­is­end­ur­skoðun gaf einnig út skýrslu sama ár um hjúkr­un­ar­fræðinga þar sem stjórn­völd voru m.a. gagn­rýnd fyr­ir stefnu­leysi vegna langvar­andi skorts á hjúkr­un­ar­fræðing­um. Heil­brigðisráðuneytið gaf svo út tvær skýrsl­ur í fyrra, ann­ars veg­ar um mönn­un og mennt­un hjúkr­un­ar­fræðinga og hins veg­ar sér­stak­lega um mönn­un­ina.

Ná ekki að mennta nógu marga

„Við náum ekki að mennta nógu marga hjúkr­un­ar­fræðinga til að starfa í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu né að halda hjúkr­un­ar­fræðing­um í starfi í heil­brigðis­kerf­inu. Nú hætt­ir 4.-5. hver hjúkr­un­ar­fræðing­ur störf­um í hjúkr­un inn­an fimm ára frá út­skrift. Einnig fáum við ekki aft­ur til starfa þá sem hafa hætt,“ sagði Guðbjörg. Und­an­tekn­ing frá því varð í Covid-19-far­aldr­in­um þegar hjúkr­un­ar­fræðing­ar slóg­ust í lið með bakv­arðasveit­inni.

Starf­andi hjúkr­un­ar­fræðing­ar í FÍH eru rúm­lega 3.600. Hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem starfa við eitt­hvað annað en hjúkr­un eru yf­ir­leitt í öðrum stétt­ar­fé­lög­um. Nokkr­ir tug­ir starf­andi hjúkr­un­ar­fræðinga hér koma er­lend­is frá, flest­ir frá Fil­ipps­eyj­um en einnig frá Evr­ópu, Ástr­al­íu og N-Am­er­íku. Mennt­un þeirra þarf að upp­fylla evr­ópsk­ar kröf­ur svo þeir fái starfs­leyfi á Íslandi.

Meðal­ald­ur stétt­ar­inn­ar er nú um 46 ár, fleiri fari á eft­ir­laun og því ljóst að mennta þarf enn fleiri hjúkr­un­ar­fræðinga til að mæta þörf­inni.

 

Laun­in laða ekki að

Guðbjörg sagði að við gerð skýrsl­unn­ar 2017 hafi FÍH áætlað að hægt væri að fá 300 hjúkr­un­ar­fræðinga aft­ur til starfa í heil­brigðis­kerf­inu. Það myndi muna mikið um þann hóp, að henn­ar sögn. En hvers vegna koma þeir ekki til starfa?

„Ein ástæðan er laun­in. Við erum nú með gerðardóm núm­er tvö á launaliðinn árið 2020. Það get­ur eng­in stétt búið við það,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði að í grein­ar­gerð með gerðardóm­in­um komi fram að vís­bend­ing­ar séu um að kyn­bund­inn launamun­ur sé á milli hjúkr­un­ar­fræðinga, sem er 97% kvenna­stétt, og annarra starfs­hópa stétt­ar­fé­laga þar sem karl­ar eru fjöl­menn­ari og tald­ir eru með sam­bæri­lega mennt­un, ábyrgð og álag í starfi. Þeir séu að jafnaði með hærri laun en hjúkr­un­ar­fræðing­ar án þess að þeirra störf séu endi­lega met­in meira virði í starfs­mati.

Starfs­um­hverfið óviðun­andi

Guðbjörg sagði að á Land­spít­ala starfi um 55% af starf­andi hjúkr­un­ar­fræðing­um. Starfs­um­hverfið er óviðun­andi eins og oft hef­ur komið fram, og nú síðasta á bráðamót­töku. Eins sé gríðarlegt álag á gjör­gæslu- og smit­sjúk­dóma­deild­un­um vegna Covid. Skort­ur á gjör­gæslu­hjúkr­un­ar­fræðing­um sé ein helsta ástæða þess að fjöldi gjör­gæsluplássa sé tak­markaður. Þá krefst hjúkr­un Covid-sjúk­linga tvö­falt fleiri hjúkr­un­ar­fræðinga en aðrir sam­bæri­leg­ir sjúk­ling­ar. Það er m.a. vegna þess að hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem sinna Covid-sjúk­ling­um þurfa að vera í sér­stök­um hlífðarbún­ing­um sem eyk­ur mjög álagið. Þess vegna þurfi að halda aft­ur af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um eins og mögu­legt er.

Lang­tíma­stefnu skort­ir

„Það vant­ar lang­tíma­stefnu til að snúa þess­ari þróun varðandi skort á hjúkr­un­ar­fræðing­um við. Næsta rík­is­stjórn þarf að taka á því,“ sagði Guðbjörg. „Þjóðin er að eld­ast og fólk lif­ir af flókn­ari sjúk­dóma en áður og flókn­ar af­leiðing­ar slysa. Þrátt fyr­ir mikla tækniþróun verður alltaf þörf fyr­ir hjúkr­un­ar­fræðinga.“

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála