Hjukrun.is-print-version

Hjúkrun 2022

RSSfréttir
13. desember2021

Nýsköpun í hjúkrunarþjónustu

Á ráðstefnunni Hjúkrun 2022 fá hjúkrunarfræðingar tækifæri til að kynna nýsköpun í hjúkrunarþjónustu. Ef þú hefur áhuga á að vera með kynningaborð á ráðstefnunni, getur þú haft samband við Eddu Dröfn Daníelsdóttur, sviðsstjóra fagsviðs Fíh í gegnum netfangið edda@hjukrun.is í síðasta lagi föstudaginn 7.janúar 2022. 

Ertu að íhuga doktorsnám?

Doktorsnemar við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands verða á staðnum til að veita upplýsingar fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem eru að íhuga að fara í doktorsnám og vilja kynna sér fyrirkomulag, tækifæri að loknu námi eða annað sem tengist náminu. Doktorsnemar við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands munu taka vel á móti þér á Hjúkrun 2022. Endilega láttu sjá þig ef þú vilt vita meira og láta verða af því að sækja um.

Ertu búin/n að skrá þig á Hjúkrun 2022? Allar nánari upplýsingar eru að finna á vefsíðu ráðstefnunnar 

Við sjáumst á Hjúkrun 2022! 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála