Hjukrun.is-print-version

Til hamingju Ragnheiður Ósk

RSSfréttir
3. janúar 2022

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var manneskja ársins. Hún tileinkar þessa viðurkenningu öllu því frábæra fólki sem vinnur við að berjast við covid og eru hjúkrunarfræðingar þar í stóru hlutverki.

„Ég er svo stolt af því að vera hjúkrunarfræðingur, hef alla daga sem hjúkrunarfræðingur elskað starfið mitt og hlakka til hvers dags. Það eru forréttindi að fá að sinna svona starfi, tölum upp stéttina og heilbrigðiskerfið og tökum fagnandi á móti nýju fólki í stéttina“  sagði Ragnheiður við þetta tækifæri.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar Ragnheiði innilega til hamingju. Hún er sannur leiðtogi og góð fyrirmynd.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála