Hjukrun.is-print-version

Námskeið á vorönn 2022

RSSfréttir
13. janúar 2022

Fjölmörg áhugaverð námskeið eru á boðstólnum á vorönn hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hér neðan við má finna yfirlit yfir þau námskeið sem þegar eru skipulögð.

 

Viltu auka tölvufærni þína?

Aðgengi að námsefninu er opið fram til 5. febrúar 2023.
Fíh býður félagsmönnun aðgengi að yfir 30 tölvunámskeiðum, þeim að kostnaðarlausu. Þar á meðal eru námskeið í Outlook, Word, Excel, Teams o.fl. Námsefnið er aðgengilegt á vefnum Taekninam.is, og getur nemandi spilað efnið á sínum hraða og á þeim tíma sem honum hentar. Allt námsefnið er á íslensku.

Nánari upplýsingar um skráningu er að finna á Mínum síðum undir flipanum Rafræn fræðsla.

 

Núvitund í daglegu lífi

25. janúar - 15. mars, þriðjudaga kl. 16:30-18:30
Núvitund (mindfulness) er lífsfærni sem getur aukið fullnægju í lífinu og skilning okkar í eigin garð. Hún felst í því að taka eftir náttúrulegum eiginleika hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast meðan það er að gerast án þess að grípa inn í og dæma það. Við gerum það m.a. með því að opna betur á og taka eftir; líkamsskynjun, tilfinningum, hugsunum og ytra umhverfi okkar.Tilgangur með námskeiðinu er að styðja við þína persónulegu reynslu af núvitund og aðstoða þig við að þjálfa upp þína eigin færni.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Samskipti á vinnustöðum

Rafrænt námskeið, 2. febrúar 2022 kl. 13:00-15:00
Við eigum stöðugt í samskiptum við annað fólk – heima, í vinnunni og í frítímanum. En hver er okkar dæmigerði samskiptastíll? Er hann „árásargjarn“, „passífur“, „passífur og árásargjarn“ eða „einlægur og lausnamiðaður“? Eða kannski blanda af öllum þessum? Hver og einn samskiptastíll er kynntur myndrænt og fjallað er um helstu einkenni hvers og eins, kosti og galla. Sérstök áhersla er á fyrirmyndar samskiptastílinn, þau tækifæri sem hann felur í sér og hvernig hann nýtist til að fyrirbyggja og leysa úr ágreiningi.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Starfsmannasamtöl - sjónarhorn starfsmanna

Rafrænt námskeið, 8. febrúar 2022 kl.11:00-12:00
Starfsmannasamtöl eru regluleg samtöl á milli starfsmanna og stjórnenda sem hafa m.a. þau markmið að bæta samskipti og ýta undir frekari starfsþróun. Starfsmannasamtöl einkennast gagnkvæmum samskiptum milli starfsmanns og stjórnenda þar sem aðilar leitast við að skýra það sem hefur reynst óljóst í starfinu ásamt því að vinna að umbótum.

Í þessum fyrirlestri verður fjallað ítarlega á hvern hátt starfsmaður getur undirbúið sig fyrir samtalið, hvernig hann getur nýtt starfsmannasamtalið til þess að efla sig sem starfsmann og þróast frekar í starfi.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Starfsmannasamtöl - sjónarhorn stjórnenda

Rafrænt námskeið, 15. febrúar 2022 kl. 11:00-12:00
Starfsmannasamtöl eru mikilvægur vettvangur fyrir bæði starfsmenn og stjórnendur þar sem þeir hittast og ræða mikilvæg atriði sem tengist vinnunni, helstu verkefnum og samskiptum á vinnustað. Þau eru einnig mikilvægt tæki fyrir stjórnendur til að veita endurgjöf, ræða starfsþróun, fræðsluþarfir, helstu verkefni og skipulag starfsins.

Starfsmannasamtöl eiga að einkennast af gagnkvæmum samskiptum milli starfsmanns og stjórnenda þar sem aðilar leitast við að skýra óljósa þætti í starfi ásamt því að vinna að umbótum. Í þessum fyrirlestri er farið yfir helstu atriði sem stjórnendur þurfa að hafa í huga varðandi undirbúning og framkvæmd starfsmannasamtala svo þau verði árangursrík. 

Nánari upplýsingar og skráning

 

Hugleiðslunámskeið

23. febrúar og 2. mars kl. 20:00-21:15
Á námskeiðinu verða kenndar öndunar- og möntruhugleiðslur. Huganum er oft líkt við villtan apa sem við þurfum að temja. Við viljum gera hugann skarpari, skýrari og gagnlegri og hugleiðsla hjálpar okkur við það.

Hugleiðsla er ferli til að stjórna og rísa yfir hugann. Hugleiðsla auðveldar okkur að stjórna hugarorkunni og tilfinningum okkar, við eflum innsæi, einbeitingu og núvitund.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Hugleiðslunámskeið

30. mars og 6. apríl kl. 20:00-21:15
Á námskeiðinu verða kenndar öndunar- og möntruhugleiðslur. Huganum er oft líkt við villtan apa sem við þurfum að temja. Við viljum gera hugann skarpari, skýrari og gagnlegri og hugleiðsla hjálpar okkur við það.

Hugleiðsla er ferli til að stjórna og rísa yfir hugann. Hugleiðsla auðveldar okkur að stjórna hugarorkunni og tilfinningum okkar, við eflum innsæi, einbeitingu og núvitund.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Áhugahvetjandi samtal- grunnnámskeið

28. og 29. apríl 2022, kl. 09:00-16:00
Áhugahvetjandi samtal (e. Motivational Interviewing) er notað bæði með fullorðnum og unglingum sem gætu verið í þörf fyrir breytingar á lífsstíl eða hegðun. Aðferðin sem hér er um að ræða miðar að því að virkja vilja skjólstæðings til jákvæðra breytinga á lífsstíl og hegðun. Starfsmenn efla færni sína í að mæta skjólstæðingi þar sem hann er staddur, laða fram og ýta undir hugsanir og tillögur hans sjálfs um jákvæðar breytingar.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Áhugahvetjandi samtal - framhaldsnámskeið

19. og 20. maí 2022 kl. 09:00-16:00
Áhugahvetjandi samtal (e. Motivational Interviewing) er notað bæði með fullorðnum og unglingum sem gætu verið í þörf fyrir breytingar á lífsstíl eða hegðun. Aðferðin sem hér er um að ræða miðar að því að virkja vilja skjólstæðings til jákvæðra breytinga á lífsstíl og hegðun. Starfsmenn efla færni sína í að mæta skjólstæðingi þar sem hann er staddur, laða fram og ýta undir hugsanir og tillögur hans sjálfs um jákvæðar breytingar.

Nánari upplýsingar og skráning

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála