Hjukrun.is-print-version

Slakað inn í vorið

RSSfréttir
15. febrúar 2022
Álag á hjúkrunarfræðinga er víða mikið og ekki síst síðustu misserin í tengslum við faraldurinn. Fagdeild um samþættar meðferðir í hjúkrun leggur sitt af mörkum með því að gefa hjúkrunarfræðingum gæðastundir til að slaka á og kynnast aðferðum sem geta dregið úr streitu og stuðlað að vellíðan og betra jafnvægi.

Það eina sem þú þarft að gera er að koma þér vel fyrir og vera inn á facebook síðu deildarinnar “Fagdeild um samþætta hjúkrun” á tilsettum tíma. Upptökurnar verða aðgengilegar áfram á síðunni og því hægt að hlusta hvenær sem þér hentar.

Kyrrðarstundirnar verða á miðvikudögum dagana:
16. feb 23.feb 2.mars 9.mars 16.mars 23.mars 30.mars 6.apríl.
Deginum áður munum við minna á kyrrðarstundina og láta vita klukkan hvað útsendingin hefst.

Kyrrðarstundirnar leiða:
Lóa Björk Ólafsdóttir
Lilja Jónasdóttir
Rannveig Björk Gylfadóttir
Kristín Rósa Ármannsdóttir
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála