Hjukrun.is-print-version

Kjarakönnun Fíh

RSSfréttir
26. ágúst 2022

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er á fullu að undirbúa komandi kjaraviðræður. Til að hafa réttar upplýsingar í höndunum hefur félagið í samstarfi við Maskínu sent öllum hjúkrunarfræðingum á opinberum vinnumarkaði könnun um ýmislegt sem snýr að kjörum og starfsaðstæðum hjúkrunarfræðinga. Könnunin er opin í þrjár vikur frá því að hún var send, fram til þriðjudagsins 13. september.

Niðurstaða könnunarinnar verður leiðarljós í komandi viðræðum um kjarasamninga.

Það tekur innan við 10 mínútur að svara könnuninni og við hvetjum þig eindregið til að láta þína skoðun í ljós og minna aðra hjúkrunarfræðinga á að gera það sama.

Svarhlutfall hjúkrunarfræðinga hefur ætíð verið mjög gott sem þýðir að niðurstöðurnar eru marktækar og nýtast sem góður rökstuðningur inn í komandi kjaraviðræður.

Láttu okkur endilega vita ef þú fékkst ekki könnunina í netfangið kjarasvid@hjukrun.is. Athugið að könnunin var send á það netfang sem er á skrá hjá Fíh.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála