Hjukrun.is-print-version

Fræðslufundir RHLÖ um öldrunarmál á haustmisseri 2022

RSSfréttir
12. september 2022

Rannsóknarstofa HÍ og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ) er með eftirtalda fræðslufundi á haustmisseri 2022.

Fundirnir eru haldnir í kennslusal á 7. hæð á Landakoti kl. 15:00-15:30 og eru auk þess í streymi.

 

15. september Klínísk notkun RAI-post acute care mælitækis

Konstantín Shcherbak sérfræðilæknir og Helga Atladóttir, hjúkrunarfræðingur deildarstjóri L2, Landspítala.

 

6. október Fjöllyfjameðferð eldri skurðsjúklinga – áskoranir og tækifæri

Freyja Jónsdóttir lyfjafræðingur og doktorsnemi og Aðalsteinn Guðmundsson, yfirlæknir á Landspítala.

 

10. nóvember GLASS-BONES og aðrar byltuvarnaaðgerðir

Dr. Berþóra Baldursdóttir, verkefnastjóri byltuvarna á Landspítala, og Konstantín Shcherbak, sérfræðilæknir á Landspítala.

 

1. desember Heilsa, vellíðan og þarfir aðstandenda sem annast um eldri einstaklinga sem þiggja heimahjúkrun

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA og doktorsnemi.

 

Vefur RHLÖ

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála