Hjukrun.is-print-version

Upptaka af námskeiðinu Meðvirkni á vinnustað og heilbrigð mörk

RSSfréttir
18. október 2022

Upptaka af námskeiðinu Meðvirkni á vinnustað og heilbrigð mörk er nú aðgengileg öllum félagsmönnum inni á Mínum síðum, minar.hjukrun.is, til 16. desember næstkomandi.

Meðvirkni á vinnustað getur leynst í hinum ýmsu skúmaskotum og þrífst oft ágætlega án þess að starfsfólk eða stjórnendur geri sér grein fyrir því. Meðvirkni er ólíkindatól sem getur tekið á sig fjölmargar birtingamyndir og það eru ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna meðvirknimynstur skapast á vinnustaðnum.

Á námskeiðinu sem haldið var 17. október fór Sigríður Indriðadóttir hjá SAGA Competence yfir hvernig meðvirkni getur birst á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig var skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi.

Farið var yfir ólíkar aðferðir og leiðir til að þjálfa sig í að setja heilbrigð mörk og stuðla að því að brjóta upp meðvirknimynstur og þar með byggja upp öflugri og betri vinnustað.

Mínar síður

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála