Hjukrun.is-print-version

Desemberuppbót 2022

RSSfréttir
18. nóvember 2022

Fjárhæðir desemberuppbótar samkvæmt samningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í desember 2022 eru eftirfarandi:

 

Ríki

98.000 kr.

Reykjavíkurborg

109.100 kr.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

98.000 kr.

Samband íslenskra sveitafélaga

124.750 kr.

Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á uppbótina reiknast ekki orlofsfé.

Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili.

Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda uppbót í desember, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.

Nánar um desemberuppbót

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála