Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, mun ásamt fulltrúum kjara- og réttindasviðs hitta hjúkrunarfræðinga hringinn í kringum landið á opnum fundum sem haldnir verða á næstu vikum. Á fundunum verður tekin umræða um væntanlega kjarasamninga við hið opinbera en gerðardómur við ríkið rennur út í lok mars.
Á fundunum verður lögð lokahönd á kröfugerð hjúkrunarfræðinga sem mótast af kjarakönnuninni sem lögð var fyrir félagsmenn og kjararáðstefnunni sem haldin var síðasta haust.
Hér má lesa niðurstöður kjarakönnunnar
Næstu fundir
Neskaupsstaður
6. febrúar kl. 12:30-13:30
Fundarsalur HSA Neskaupstað
Egilsstaðir
6. febrúar kl. 15:30-16:30
Fundarsalur HSA, Giljasalur
Reykjavík
7. febrúar kl. 16:00-17:00
Grand hótel, Gullteigur
Reykjavík
9. febrúar kl. 16:00-17:00
Grand hótel, Gullteigur
Ísafjörður
13. febrúar kl. 13:00-14:00
Staðsetning auglýst síðar
Selfoss
15. febrúar kl. 16:00-17:00
Hótel Selfossi
Blönduós
27. febrúar kl. 10:00-11:00
Fundarsalur HSN Blönduós
Sauðárkrókur
27. febrúar kl. 13:00-14:00
Fundarsalur HSN Sauðárkróki
Siglufjörður
27. febrúar kl. 15:00-16:00
Fundarsalur HSN Fjallabyggð
Húsavík
28. febrúar kl. 12:30-13:30
Fundarsalur HSN Húsavík
Akureyri
28. febrúar kl. 15:30-16:30
Fundarsalur Hlíð
Stykkishólmur
Tímasetning auglýst síðar
Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að mæta
og koma skoðunum sínum á framfæri